Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. desember. 2010 01:19

Nemendur FSN búa til sjónvarpsstöð á Netinu

Fjölbrautaskóli Snæfellinga tekur nú þátt í Comeniusarverkefninu TEEN TV í samvinnu við skóla í níu öðrum Evrópulöndum; Belgíu, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Póllandi, Spáni og Þýskalandi. Markmið verkefnisins er að nemendur búi til sjónvarpsstöð á Netinu þar sem þau skiptist á að setja inn verkefni og sjá jafnvel um beinar útsendingar á efni. Heimasíða sjónvarpsstöðvarinnar fer í loftið í janúar og eru nemendur FSN nú þegar byrjuð að vinna að fyrstu þáttunum sínum. Íbúar Snæfellsness mega því búast við því að rekast á ungmennin á förnum vegi, vopnuðum kvikmyndatökuvélum. Eitt verkefnið heitir til dæmis “Hvernig er að vera ungur í dag?” og fjallar um jól og áramót á Snæfellsnesi. Upptökurnar verða svo klipptar saman um leið og skólastarf hefst aftur í janúar og yfirfarnar af kennara. “Það er mikill heiður og lærdómur fólginn í þátttöku í þessu verkefni og erum við vissar um að það eigi einnig eftir að skila sér margfalt til baka til samfélagsins á Snæfellsnesi með auknum áhuga þessa stóra hóps sem tekur þátt í verkefninu og  þeirra sem þeim tengjast,” segja Sólrún Guðjónsdóttir og Hrafnhildur Hallvarðsdóttir verkefnastjórar.

 

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is