19. desember. 2010 12:41
Í gær voru 42 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Flestir, eða 15 talsins, útskrifuðust af félagsfræðabraut. Við upphaf athafnarinnar ávarpaði Hörður Ó. Helgason skólameistari samkomuna en þvínæst flutti Atli Harðarson aðstoðarskólameistari annál haustannar. Veittar voru ýmsar viðurkenningar, en bestum árangri nýstúdenta náði Sonja Bjarnadóttir.
Nánar í Skessuhorni sem kemur út nk. þriðjudag.