Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. desember. 2010 02:43

Áætlaðar 133 milljónir í afgang hjá Akraneskaupstað

Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana hans fyrir næsta ár var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar sl. þriðjudag. Stefnt er að því að afgreiða frumvarpið við síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar 4. janúar næstkomandi. Að vinnu við frumvarpið komu fulltrúar allra stjórnmálaflokka í bæjarstjórn. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir tekjum upp á tæpar 3.444 milljónir, að stærstum hluta skatttekjur, gjöld nemi samtals tæpum 3.290 milljónir og rekstrarafkoma verði jákvæð um 133 milljónir.

 

 

 

 

Árni Múli Jónasson bæjarstjóri sagði þegar hann fylgdi frumvarpinu úr hlaði í bæjarstjórn að það mætti kallast „verjum þjónustuna“. Bæjarstjóri sagði áætlunina bera með sér þá óvissu sem enn væri í efnahagsmálum í landinu, varðandi tekjur og gjöld. Hann sagði stöðu sveitarfélaga mjög þrönga og erfiða um þessar mundir, en Akranes væri þó í betri stöðu en mörg önnur sveitarfélög, atvinnulífið traust og íbúatalan hefði haldist uppi síðasta árið.

Í tilkynningu vegna framlagningar fjárhagsáætlunarinnar segir að helstu breytingar á frumvarpinu milli ára, séu vegna málefna fatlaðra sem flytjast frá ríki til  sveitarfélaga nú um áramótin. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að í lok næsta árs verði eignir Akraneskaupstaðar samtals 10,6  milljarðar og eigið fé 5,8 milljarðar. Langtímaskuldir verði rétt rúmir tveir milljarðar og aðrar skuldbindingar 2,2 milljarðar. Skammtímaskuldir verði 507 milljónir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is