21. desember. 2010 10:03
Mörgum fyndist líklega nóg að sinna fullu starfi í Reykjavík samhliða því að reka heimili á Akranesi og sjá um þrjú börn. Ingunn Hallgrímsdóttir lætur þetta þó ekki nægja heldur rekur hún hina sístækkandi vefverslun Snilldarbörn.com, stendur fyrir kynningum á barnavörum um allt land og tekur þátt í hundasýningum með góðum árangri.
Í Jólablaði Skessuhorns sem kom út í dag er rætt við Ingunni Hallgrímsdóttur en fyrirtæki hennar hefur margfaldast á tveimur árum.