22. desember. 2010 11:01
Í Þurranesi búa hjónin Ólafur Skagfjörð Gunnarsson og Ingunn Jóna Jónsdóttir. Hann er innfæddur Dalamaður aftur í ættir en hún er frá Seyðisfirði og af sunnanverðu Snæfellsnesi og alin upp á Akranesi. Undanfarin ár hafa þau verið að byggja upp ferðaþjónustu á jörð sinni, Þurranesi í Saurbæ, Dalasýslu. Starfsemin, sem hófst með útleigu að gömlu íbúðarhúsi, fyrir ríflega tíu árum hefur undið upp á sig og nú eru komin þrjú sumarhús að auki. Ýmislegt hefur verið tilviljunum háð í þeirra lífi, byrjaði strax með fyrstu kynnum.
Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til Ingunnar og Ólafs í Þurranesi og birtist viðtal við þau í Jólablaðinu sem kom út í gær.