Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. desember. 2010 10:05

Vísitala þorsks sú hæsta frá 1996

Heildarvísitala þorsks hækkaði um rúm 20% frá árinu 2009 samkvæmt niðurstöðum Hafrannsóknarstofnunar úr stofnmælingu botnfiska að haustlagi 2010. Er vísitalan sú hæsta frá 1996 er farið var í fyrstu stofnmælinguna. Í tilkynningu frá Hafró kemur fram að vísitala tveggja ára þorsks, árgangsins frá 2008, hafi einnig mælst sú hæsta sem sést hefur hjá tveggja ára þorski frá því að mælingarnar hófust. Benda niðurstöðurnar

til að báðir þessir árgangar gætu verið yfir langtímameðaltali, en árgangar 2001-2007 voru allir vel undir meðallagi. Fyrstu vísbendingar um 2010 árganginn gefa þó til kynna að hann sé undir meðalstærð. Hafró segir að ljóst sé að samkvæmt þessari haustmælingu eru vísbendingar um að þorskstofninn sé að styrkjast, sem er að mestu í samræmi við væntingar.

 

 

 

 

Heildarvísitala ýsu lækkar um 25%

Hækkun vísitölu þorsks í fjölda er í góðu samræmi við áætlanir frá því í vor, en þyngdaraukning er aðeins meiri en áætlað hafði verið. Meðalþyngd þorsks eftir aldri hefur hækkað frá árinu 2007 hjá öllum aldursflokkum og er nú um eða yfir meðaltali haustrallsins 1996-2009 hjá 4 ára og eldri fiski. Þessi þyngdaraukning skýrir að hluta hækkun á heildarvísitölu.

Í tilkynningu frá Hafró kemur einnig fram að heildarvísitala ýsu hafi lækkað um 25% frá árinu 2009 og sé nú um 45% af því sem hún hafi verið árið 2004 þegar hún hafi verið hæst. Vísitalan sé svipuð og árin 1996-2001. Þessi lækkun á vísitölu er í samræmi við það sem sést hefur í stofnmælingum að vori. Lengdardreifingar sýna að mest fékkst af ýsu á bilinu 35-45 sm. Borið saman við árin 2008 og 2009 fékkst nú minna af 55 sm og minni ýsu en svipað af stærri en 55 sm. Stofnmæling botnfiska að haustlagi fór fram í 15. sinn dagana 24. september – 11. nóvember síðast liðinn. Rannsóknasvæðið var umhverfis Ísland allt niður á 1500 m dýpi og náði einnig til grænlenskrar lögsögu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is