23. desember. 2010 11:07
Jónína Erna Arnardóttir, fulltrúi í sveitarstjórn Borgarbyggðar tekur undir áskoranir gegn fyrirhuguðum vegtollum á samgönguæðum á suðvesturhorninu. Hún segir Vestlendinga vera orðin langþreytta á Reykjavíkurskattinum sem þeir borgi alltaf til Reykjavíkur, og Reykvíkingar og leið vestur. Nú sé hins vegar farið að sjá fyrir endann á honum en þá komið þetta í staðinn og til viðbótar.
“Okkur Vestlendingum (og Norðlendingum) hefur þótt sárt að horfa upp á tvöföldun til Keflavíkur og 2/1 á Suðurlandsvegi/Hellisheiði fyrir ríkisfé meðan ekki kemur til tals að niðurgreiða göngin fyrir okkur eða laga vegina hér sem eru mjög slæmir. Það sem hins vegar má líka benda á er að í flestum borgum er gjald greitt fyrir að aka inn í miðborgina. Það væri gaman að heyra hljóðið í Reykvíkingum ef það yrði lagt til,” segir Jónína Erna og bætir við að nóg sé komið þegar bensínlítrinn er kominn yfir 200 kr. lítrinn og á eftir að hækka vegna nýrra skatta um áramót. Þar fari gjaldtakan fram og þar eigi hún að fara fram.