Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. desember. 2010 02:06

Lionskonur gefa fatlaðri stúlku snertiskjá

Konur í Lionsklúbbnum Öglu í Borgarnesi komu færandi hendi á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Borgarnesi mánudaginn 20. desember síðastliðinn. Tilgangurinn var að afhenda stúlku sem nýtur þjónustu skrifstofnunar snertiskjá til afnota. Stúlkan, sem heitir Ísabella Vilhjálmsdóttir, mun nýta skjáinn til náms í óhefðbundnum tjáskiptaleiðum en hún notar að mestu myndmál til tjáskipta. Hún er nú að læra að para saman orð og myndir af hlutum og er markmiðið að hún læri að lesa og skrifa í framtíðinni.

Ísabella er mjög hrifin af tölvum en hefur ekki náð þeirri færni ennþá að nota tölvumús en notar fingurinn til að færa myndir og orð til á skjánum með aðstöð kennara sem stýrir músinni. Þess mun ekki lengur þurfa nú þegar snertiskjárinn er kominn og mun hún þá geta unnið sín tölvuverkefni á eigin spýtur. Því kemur þessi gjöf að mjög góðum notum. Viðstaddir afhendinguna voru auk fjölskyldu stúlkunnar og Lions kvenna, kennari hennar sem sagði stuttlega frá fyrirhugaðri notkun skjásins í kennslu. Að lokinni  afhendingunni þáðu viðstaddir kaffiveitingar í boði Svæðisskrifstofu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is