Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. desember. 2010 12:03

Vegagerðin í hundrað ár í Borgarnesi

Þess var minnst á samkomu í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi skömmu fyrir jól að eitt hundrað ár eru síðan starfsemi tengd vegagerð hófst í Borgarnesi. Það var Guðjón Bachmann brúarsmiður og verkstjóri sem þá fluttist í Borgarnes og hóf störf við vegagerð. Við athöfnina, þar sem afmælisins var minnst, afhenti Vegagerðin Borgarbyggð líkan af Hvítárbrúnni en það smíðaði Erling M Andersen í hlutföllunum 1:42. Brúin milli Hvítárvalla og Ferjukots þótti mikið verkfræðiafrek á sinni tíð og fyrir margt löngu varð hún ákveðið kennileiti fyrir Borgarfjörð. Fram kom að Vegagerð ríkisins mun leggja metnað sinn í að brúnni verði áfram haldið við. Líkanið af Hvítárbrú verður fyrst í stað til sýnis í Safnahúsinu en fram kom í máli þeirra sem töluðu á samkomunni að æskilegur framtíðarstaður fyrir líkan af Hvítárbrú væri á nýju samgöngusafni í Borgarnesi.

Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahússins sagði m.a. að nú væri hópur fólks farinn að skoða möguleika á stofnun samgöngusafns sem þá yrði kennt við Sæmund Sigmundsson sérleyfishafa.

 

Magnús V. Jóhannesson umdæmisstjóri Vegagerðarinnar í Norðvesturkjördæmi flutti ræðu þar sem hann fór yfir sögu Vegagerðar á Vesturlandi og starfsemi hennar í Borgarnesi. Sagði hann að umdæmið sem stýrt er úr Borgarnesi hafi stækkað og fylgi nokkurn veginn nýjum kjördæmamörkum. Starfsmenn Vegagerðarinnar í Borgarnesi væru nú 26. Nefndi hann sérstaklega tvo vegaverkstjóra sem störfuðu lengi í Borgarnesi, þá Guðjón Bachmann og Ara Guðmundsson en þeir störfuðu báðir í áratugi í Borgarnesi. Fimm synir Ara voru viðstaddir athöfnina sem og Hjördís Karlsdóttir sem starfar nú hjá Vegagerðinni, en hún er barnabarn Guðjóns Bachmanns.

 

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri ávarpaði einnig samkomuna. Í máli hans kom fram að í raun vissi enginn hvenær formleg vegagerð hafi byrjað í landinu, forveri þess sem síðar varð Vegagerð ríkisins. Guðjón Bachmann hafi t.d. byrjað að starfa við vegagerð í Borgarnesi árið 1910, sjö árum áður en Vegagerðin var formlega stofnuð. Að sjálfsögðu var þó löngu fyrr byrjað að leggja vegaslóða víða um land. Mátti jafnvel skilja á vegamálastjóra að rétt eins mætti segja að formlega hafi vegagerð hafist hér á landi í Borgarnesi.

 

Fleiri myndir í Skessuhorni 5. janúar nk.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is