Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. desember. 2010 11:32

Flugeldasala björgunarsveitanna að hefjast

Í dag opna flugeldasölur björgunarsveitanna mjög víða um landið. Raunar eru þær ekki einar um söluna nú frekar en áður. Meðal annars sameinast Kiwanisklúbburinn og ÍA um sölu á Akranesi. Þessi árvissi viðburður milli jóla og nýárs er mikilvægasta fjáröflun björgunarsveita um allt land. Ásgeir Kristinsson er formaður Björgunarfélags Akraness: “Á fjórum dögum þarf að skila sér í afrakstri flugeldasölu meirihluti rekstrarfjár björgunarsveitanna. Mikið er lagt í vöruúrval, þjónustu og öryggi og er það von allra þeirra sem með flugelda höndla að engin slasist við notkun á þeim. Aldrei er nægilega brýnt fyrir fólki að um hættulega vöru er að ræða,” segir Ásgeir. Björgunarfélag Akraness byrjaði sölu á flugeldum í dag og sömu sögu er að segja af björgunarsveitum í Borgarfirði. Þar sameinast björgunarsveitirnar Heiðar og Brák og verða með sína sölu í Pétursborg í Brákarey.

Björgunarsveitin Ok í uppsveitum Borgarfjarðar verður með flugeldasölu í húsi Bútæknideildar á Hvanneyri frá og með morgundeginum og í Blómaskálanum á Kleppjárnsreykjum 30. og 31. desember.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is