30. desember. 2010 07:01
Salome Jónsdóttir í Sundfélagi Akraness var nálægt því að komast á verðlaunapall á Norðurlandamóti unglinga í sundi sem fram fór í Kaupmannahöfn rétt fyrir jólin. Salome náði góðum árangri á mótinu, varð fjórða í 200 metra flugsundi, sjöunda í 400 metra fjórsundi og níunda í 200 metra fjórsundi. Salome var eini Skagamaðurinn í unglingalandsliðinu sem fór til Danmerkur, en ná þarf ströngum lágmörkum til að vinna sér þátttökurétt. Hún varð Íslandsmeistari í fullorðinsflokki í nóvember, stefndi á verðlaunasæti á Norðurlandamótinu og var mjög nálægt því að ná metnaðarfullu takmarki.