Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. desember. 2010 02:22

Vilja vita skiptingu útgjalda milli höfuðborgar og landsbyggðar

Nokkrir þingmenn úr þremur flokkum, þ.e. Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Samfylkingu, með Einar Kr Guðfinnsson í broddi fylkingar, lögðu fram á Alþingi skömmu fyrir jól beiðni til fjármálaráðherra um að unnin verði skýrsla um skiptingu ríkisútgjalda milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar á síðustu þremur árum auk 2011. Í skýrslunni komi meðal annars fram upplýsingar um rekstrargjöld, fjárfestingar og stofnkostnað, skiptingu stöðugilda hjá A-, B- og C-hluta ríkissjóðs, svo og hjá opinberum hlutafélögum í eigu ríkisins, og hlutfall þeirra af íbúafjölda á einstökum landsvæðum. Þá er beðið um upplýsingar um stuðning ríkisins við íbúðareigendur og leigjendur, svo sem í formi vaxtabóta og húsaleigubóta auk styrkja úr rannsókna- og þróunarsjóðum.

“Tilefni þessarar beiðni minnar er sú að mikil umræða hefur farið fram um þessi mál upp á síðkastið og margir hafa reynt að gera það tortryggilegt að landsbyggðarfólk og ýmsir þingmenn landsbyggðarinnar slái skjaldborg um útgjöld af fjárlögum til viðfangsefna á landsbyggðinni. Þess vegna er nauðsynlegt að skoða þessa hluti í heildarsamhengi, en mjög hefur á það skort. Umræðan hefur verið mjög slagorðakennd og ekki byggst á mikilli þekkningu, hvað þá velvilja til landsbyggðarinnar,” segir Einar K Guðfinnsson í samtali við Skessuhorn.

 

Skilyrði þess að ráðherrar fari fram á að slík beiðni verði tekin til greina er að minnsta kosti níu þingmenn standi á bak við hana. Auk Einar standa 12 þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Famsóknarflokki og Samfylkingu að beiðninni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is