Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. desember. 2010 08:01

Þrjár bækur frá Uppheimum á lista 10 söluhæstu bóka ársins

Bókaforlagið Uppheimar á Akranesi á þrjár bækur á metsölulista Eymundsson yfir þær tíu söluhæstu árið 2010. Uppheimar stendur jafnfætis Forlaginu sem á einnig þrjár bækur á listanum og bókaforlagið Bjartur á tvær. Uppheimabækurnar eru Eyjafjallajökull, með ljósmyndum Ragnars Th. Sigurðssonar og texta Ara Trausta Guðmundssonar og bækur Camillu Lackberg; Vitavörðurinn og Hafmeyjan. Eyjafjallajökull varð í 3. sæti listans, en bókin hefur verið prentuð þrisvar og selst í um 10.500 eintökum. Vitavörðurinn var gefinn út í ágústmánuði og er í sjötta sæti listans og Hafmeyjan er í næsta sæti á eftir en hún kom út í aprílmánuði.

 

 

 

Í efsta sæti metsölulistans eru Furðustrandir Arnaldar Indriðasonar og í öðru sætinu annar vinsæll íslenskur spennusagnahöfundur, Yrsa Sigurðardóttir, með bókina Ég man þig. Rannsóknarskýrsla Alþingis er síðan í fjórða sætinu á eftir Eyjafjallajökli og skáldsaga Bergsveins Birgissonar, Svar við bréfi Helgu, er í fimmta sætinu næst á undan Uppheimabókunum eftir Camillu Lackberg.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is