Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. desember. 2010 09:01

Assa veitir ágóða nytjamarkaðar til málefna í heimabyggð

Í sumar sem leið  fór Handverksfélagið Assa í Reykhólahreppi af stað með handverksmarkað í Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi ásamt því að setja á fót nytjamarkað með bækur, föt, skó og skrautmuni. Nú hefur stjórn Össu afhent ágóðann af sölunni til þriggja aðila.  Til ráðstöfunar voru 150.000 krónur og var þeim skipt jafnt á milli Vinafélags Barmahlíðar, til að koma upp skjólvegg við Barmahlíð, Vinafélags Grettislaugar, sem er að safna fyrir buslulaug fyrir smábörn, og til Bókasafns Reykhólahrepps til tölvukaupa.  Fengu fulltrúar allra aðila gjafabréf til staðfestingar styrkjunum.  

 

 

 

Handverksfélagið auglýsti eftir framantöldum varningi og jafnframt að ágóða sölunnar myndi ganga til góðra málefna í heimabyggð. Ekki þarf að orðlengja að mikið barst af allskonar hlutum, fötum og bókum. Að sögn Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur formanns Össu kom margt ferðafólks og heimafólks á markaðinn á liðnu sumri og gekk vel að selja allar þessar vörur. Félagið hyggst halda áfram næsta sumar, enda eftir töluvert af ýmsum vörum, „og við fáum vonandi meira þegar vorar“, segir Jóna Valgerður. 

 

Þá hefur Assa einnig afhent smábarnaföt fyrir 0-3ja ára sem söfnuðust í sumar, til Rauða-krossins í Búðardal og ætla konur í Dölum að setja það saman í svokallaða smábarnapakka og bæta þar við sokkum og vettlingum sem þær eru að prjóna.

 

Mynd:

Ágóði markaðssölunnar afhentur í formi styrkja til góðra málefna. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir  formaður Handverksfélagsins Össu, Ingibjörg Erlingsdóttir sveitarstjóri Reykhólahrepps og Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir fulltrúi Vinafélags Grettislaugar.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is