31. desember. 2010 12:58
Þórður Guðnason, björgunarsveitar-maður á Akranesi, sigraði með yfirburðum í vali á manni ársins á Bylgjunni en tilkynnt var um úrslitin í dag. Gríðargóð þáttaka var í valinu og greiddu rúmlega tíu þúsund manns atkvæði. Þórður vann mikið afrek þegar hann í febrúar á þessu ári bjargaði litlum dreng sem fallið hafði ofan í sprungu á Langjökli. Sprungan var mjög þröng og þurfti Þórður að láta sig síga með höfuðið á undan og mátti litlu muna að hann næði ekki til drengsins. Það tóks þó að lokum og náði Þórður að koma böndum á drenginn og var hann síðan hífður upp.