Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. janúar. 2011 11:18

Sannkallaður stjörnuleikur í Borgarnesi

Fimmtudaginn 30. desember var haldinn sannkallaður stjörnuleikur í körfubolta í Fjárhúsinu í Borganesi. Leikurinn var styrktarleikur þar sem safnað var peningum fyrir Rósu Jósefsdóttur sem glímt hefur við erfið veikindi. Fyrir uppákomunni stóðu þjálfarar meistaraflokksliða kvenna og karla, þeir Finnur Jónsson og Pálmi Sævarsson. Höfðu þeir smalað saman flestum helstu kempum sem spilað hafa með Skallagrími síðustu ár ásamt nokkrum sem þekktari eru fyrir flest allt annað en körfubolta. Meðal leikmanna voru íþróttafréttamenn, smiðir, verkamenn, forstjórar, þjálfarar og nemar en mesta athygli vöktu þó tilþrif sumra dómaranna sem meðal annars settu niður eina þriggja stiga körfu öllum að óvörum. 

Borgfirðingar kunnu greinilega vel að meta framtakið og fjölmenntu á leikinn. Söfnunin gekk vonum framar og renna því yfir 400 þúsund krónur til þessa góða málefnis.  Fljótlega sást að sumir komu betur undirbúnir til leiks en aðrir og verður að segjast eins og er að ónefndur íþróttafréttamaður sem þekktari er fyrir knattspyrnuiðkun hefur greinilega valið rétta íþrótt á sínum yngri árum. Honum til hróss má þó geta þess að hann var annar þeirra sem stóð uppi sem sigurvegari í skotkeppni frá miðju. Í hálfleik var boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði eins og skotkeppni, söngatriði, stórkostlegt dansatriði með leikmönnum meistaraflokks að ógleymdri ræðu frá Landaritstjóranum Gísla Einarssyni en vegna þess hversu móður hann var eftir átök fyrri hálfleiks var erfitt að skilja hvað hann hafði að segja.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is