Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. janúar. 2011 11:02

Andlát: Páll Gíslason læknir

Páll Gíslason, læknir og skátahöfðingi, lést á Landspítalanum á nýársdag, 86 ára að aldri. Páll fæddist á Vífilsstöðum í Garðahreppi 3. október 1924, sonur hjónanna Gísla Pálssonar læknis og Svönu Jónsdóttur húsmóður. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1943, kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1950 og sérfræðinámi í handlækningum 1955. Páll gegndi starfi aðstoðarlæknis á Patreksfirði frá 1950, var héraðslæknir í Norðfjarðarhéraði árið 1951 og var sjúkrahússlæknir á Akranesi árin 1955 til 1970. Árið 1970 tók hann við sem yfirlæknir handlækningadeildar Landspítalans.

Páll var bæjarfulltrúi á Akranesi frá 1962 og fram til ársins 1970. Hann varð borgarfulltrúi í Reykjavík árið 1974 og til 1998. Þá var Páll stundakennari við læknadeild HÍ og kennslustjóri á árunum 1971-1974. Páll Gíslason var kvæntur Soffíu Stefánsdóttur, f. 1924. Eignuðust þau fimm börn: Rannveigu, Svönu, Guðbjörgu, Gísla og Soffíu. 

 

Páll var virkur í skátahreyfingunni frá árinu 1936 og gegndi starfi skátahöfðingja í tíu ár frá 1971. Ævisaga Páls, Læknir í blíðu og stríðu, kom út í apríl á síðasta ári.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is