Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. janúar. 2011 07:01

Lundavarp í Breiðafjarðareyjum kannað

Talsvert lundavarp er í suðureyjum Breiðafjarðar en það hefur lítið verið rannsakað. Árni Ásgeirsson kannaði varpvistfræði lunda á Breiðafirði síðasta sumar vegna BS verkefnis sem hann vinnur við Háskólasetur Snæfellsness. Í rannsókn Árna var stofnstærð lunda í fimm eyjum á suðursvæði Breiðafjarðar áætluð með því að meta hlutfall virkra lundahola. Eyjarnar sem um ræðir eru Elliðaey, Freðinskeggi, Loðinshólmar, Melrakkaey og Vatnsey. Jafnframt voru aldurshlutföll í afla lundaveiðimanna úr tveimur eyjum skoðuð, en þau gefa vísbendingar um nýliðun í stofninum.

 

 

 

 

Hluti aldursgreindra lunda var veginn og þyngd þeirra borin saman við þyngd lunda annarsstaðar. Einnig var ábúðarhlutfall varphola í Elliðaey á Breiðafirði borið saman við ábúðarhlutfall á landsvísu, með notkun holumyndavélar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að stofnstærð í eyjunum fimm er um 9000 lundapör sem samsvarar um 0,03% af áætlaðri heildarstofnstærð lunda við Ísland. Rannsóknin leiddi í ljós mikinn mun á hlutfalli ungfugla í veiðiafla úr eyjunum tveimur. Hlutfall ungfugla úr Elliðaey var 74% en úr Melrakkaey 31,7%. Hlutfall ungfugla úr Vestmannaeyjum yfir 21 árs tímabil var 90% í veiðiafla. Af vegnum lundum í Elliðaey kom í ljós að þriggja og fjögurra ára fuglar voru þyngstir. Meðalþyngd lunda í Elliðaey var borin saman við þyngd lunda frá Vestmannaeyjum, Isle of May og St. Kilda við Bretland og reyndust lundar í Elliðaey vera þyngstir að meðaltali. Ábúðarhlutfall í Elliðaey, metið með holumyndavél, var 84,6% og var það yfir landsmeðaltali.

 

Lundavarp í eyjunum fimm byrjaði vel en þegar leið á sumarið virtist sem æti væri af skornum skammti og þá fór að bera á ungadauða. Mikið af dauðum ungum fannst í Elliðaey um miðjan september.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is