Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. janúar. 2011 07:01

Lundavarp í Breiðafjarðareyjum kannað

Talsvert lundavarp er í suðureyjum Breiðafjarðar en það hefur lítið verið rannsakað. Árni Ásgeirsson kannaði varpvistfræði lunda á Breiðafirði síðasta sumar vegna BS verkefnis sem hann vinnur við Háskólasetur Snæfellsness. Í rannsókn Árna var stofnstærð lunda í fimm eyjum á suðursvæði Breiðafjarðar áætluð með því að meta hlutfall virkra lundahola. Eyjarnar sem um ræðir eru Elliðaey, Freðinskeggi, Loðinshólmar, Melrakkaey og Vatnsey. Jafnframt voru aldurshlutföll í afla lundaveiðimanna úr tveimur eyjum skoðuð, en þau gefa vísbendingar um nýliðun í stofninum.

 

 

 

 

Hluti aldursgreindra lunda var veginn og þyngd þeirra borin saman við þyngd lunda annarsstaðar. Einnig var ábúðarhlutfall varphola í Elliðaey á Breiðafirði borið saman við ábúðarhlutfall á landsvísu, með notkun holumyndavélar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að stofnstærð í eyjunum fimm er um 9000 lundapör sem samsvarar um 0,03% af áætlaðri heildarstofnstærð lunda við Ísland. Rannsóknin leiddi í ljós mikinn mun á hlutfalli ungfugla í veiðiafla úr eyjunum tveimur. Hlutfall ungfugla úr Elliðaey var 74% en úr Melrakkaey 31,7%. Hlutfall ungfugla úr Vestmannaeyjum yfir 21 árs tímabil var 90% í veiðiafla. Af vegnum lundum í Elliðaey kom í ljós að þriggja og fjögurra ára fuglar voru þyngstir. Meðalþyngd lunda í Elliðaey var borin saman við þyngd lunda frá Vestmannaeyjum, Isle of May og St. Kilda við Bretland og reyndust lundar í Elliðaey vera þyngstir að meðaltali. Ábúðarhlutfall í Elliðaey, metið með holumyndavél, var 84,6% og var það yfir landsmeðaltali.

 

Lundavarp í eyjunum fimm byrjaði vel en þegar leið á sumarið virtist sem æti væri af skornum skammti og þá fór að bera á ungadauða. Mikið af dauðum ungum fannst í Elliðaey um miðjan september.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is