Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. janúar. 2011 08:01

Félagið Hellavinir Snæfellsness stofnað

Þann 29. desember sl. var haldinn á Gufuskálum stofnfundur félagsins „Hellavinir Snæfellsness“. Hugmynd að stofnun þess má rekja til frumkvöðla við Vatnshellisverkefnið þar sem Árni B. Stefánsson augnlæknir og áhugamaður um verndun íslenskra hraunhella var í forsvari. „Við þá miklu og óeigingjörnu vinnu sem bæði menn og konur lögðu á sig myndaðist einstakur andi áræðni, þrautsegju og vináttu.  Og vináttan er ekki bara manna á milli heldur jafnframt gagnvart okkar einstaka náttúruauði, landinu og hellunum. Með stofnun „Hellavina“ viljum við viðhalda þessum góða anda og nýta hann til áframhaldandi afreka og gefa jafnframt fleirum kost á að vera með,“ segir í tilkynningu vegna stofnunar félagsins.  

 

 

 

Á stofnfundinn mættu 20, en stofnfélagar eru nú þegar 28 og enn er möguleiki að gerast stofnfélagi. Hægt verður að skrá sig með tölvupósti á hellavinir@gmail.com til 14. janúar næstkomandi.  Í stjórn voru kosnir Þór Magnússon formaður, Óli Sv. Sigurjónsson ritari, Ari Bjarnason gjaldkeri og varamenn þau Guðrún Lára Pálmadóttir og Sæmundur Kristjánsson.  Félaginu er ætlað að verða vettvangur fólks sem vill stuðla að bættri umgengni, þekkingu og fræðslu um hellana, auk þess að bæta aðgengi þar sem við á. Félagið verður skráð í Snæfellsbæ og er opið öllum sem hafa áhuga á að starfa á þessum vettvangi af jákvæðni, heilum hug og eftir lýðræðislegum gildum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is