Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. janúar. 2011 11:23

Lýsing í Hvalfjarðargöngunum stenst staðla

Niðurstöður mælinga sem verkfræðistofan Mannvit hefur unnið fyrir Spöl, eiganda Hvalfjarðar-ganganna, sýna að lýsing í innri hluta ganganna stenst kröfur staðla. “Ekki þarf því að fara í gagngerar endurbætur á lýsingu í veggöngunum. Einungis þarf að endurskoða og lengja aðlögunarsvæði við suður- og norðurmunna ganganna,” segir í skýrslu sem Mannvit hefur unnið um þetta. Fram kemur að lýsing við gangnaendana verður lagfærð á þessu ári. Spölur fól Mannviti að mæla ljós frá lömpum í göngunum og endurkast ljóss frá akbrautum og veggjum í kjölfar EuroTap skýrslu samtaka bifreiðaeigenda í Evrópu frá því sumarið 2010. EuroTap skýrslan fjallaði  um öryggismál ganganna og höfundar hennar fundu göngunum sitthvað til foráttu. Meðal annars fullyrtu þeir að lýsing væri of lítil og töluðu jafnvel um að göngin væru sem svarthol.

“Engin gögn eða rök voru borin fram til stuðnings fullyrðingunni. Speli þótti hins vegar ástæða til að fá einfaldlega á hreint hve mikil lýsingin væri og hvernig hún stæði gagnvart öryggisstöðlum sem við er miðað,” segir í frétt frá Speli.   

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is