Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. janúar. 2011 10:35

Ástand lúðustofnsins bágborið

Ástand lúðustofnsins hér við land er mjög bágborið. Þá eru rannsóknir á stofninum ófullnægjandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greinargerð sem Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur látið taka saman um lúðuveiðar, ástand stofnsins við Ísland og hugsanlegar aðgerðir til verndunar á stofninum. Í greinargerð starfshóps sem ráðherra skipaði til að fjalla um ástand lúðustofnsins kemur fram að aflamarksstýring á lúðuveiðum sé engin en meirihluti lúðuafla berst sem meðafli. Beinar línuveiðar á lúðu með svokallaðri haukalóð hafa farið vaxandi á undanförnum árum en Hafrannsóknarstofnunin hefur um árabil lagt áherslu á að slíkar veiðiar verði stöðvaðar. Starfshópurinn sem vann að greinargerðinni tekur undir þá tillögu stofnunarinnar en veltir einnig upp öðrum möguleikum til að takmarka sókn í stofninn, ekki hvað síst á Faxaflóa þar sem mikilvægar uppeldisstöðvar lúðunnar eru fyrstu fimm æviár hennar.

Leggur starfshópur ráðherrans meðal annars til að ákveðin svæði á Faxaflóa verði afmörkuð til að vernda ókynþroska lúðu á uppeldisslóðum. Engar ákvarðanir liggja enn fyrir um málið og er það nú í höndum ráðherra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is