Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. janúar. 2011 01:56

Ríkisendurskoðun hvetur til sameiningar sókna

Ríkisendurskoðun hefur sent frá sér yfirlit yfir ársreikninga kirkjugarða og sókna hér á landi. Í yfirlitinu segir meðal annars að með hliðsjón af því hve nokkrar sóknir eru fámennar, og lögbundin framlög þeirra lítil, sé eðlilegt að kirkjuþing kanni hvort tímabært sé að það beiti sér fyrir frekari sameiningu sókna í hagræðingarskyni. Slíkt er hægt að fengnu samþykki kirkjugarðsstjórna og prófasts eða prófasta ef við á. Í yfirliti um ársreikninga sókna kemur fram að starfandi sóknir hér á landi hafi í árslok 2009 verið 273. Í byrjun nóvember 2010 höfðu Ríkisendurskoðun borist ársreikningar frá 256 þeirra. Þar af voru fimm svo ófullkomnir að ekki var hægt að skrá þá í gagnagrunn stofnunarinnar en ársreikningum 17 sókna hafði ekki verið skilað.

Tekjur sókna námu samtals 2,6 milljörðum árið 2006, eða sem nemur tæplega tíu milljónum á hverja sókn að jafnaði. Mestar voru tekjur Grafarvogssóknar, fjölmennustu sóknar landsins, eða 142 milljónir. Tekjur kirkjugarða árið 2009 námu 923 milljónum. Í yfirliti um ársreikninga kirkjugarða vegna 2009 kemur fram að í hinum 12 prófastsdæmum landsins séu 243 kirkjugarðar sem eiga að skila ársreikningum til Ríkisendurskoðunar, en af þeim höfðu 32 garðar ekki skilað inn ársreikningum í nóvember sl.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is