Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. janúar. 2011 06:44

Verðmæti afla á fiskmörkuðum jókst þrátt fyrir fimmtungi minna magn

Árið 2010 var líflegt á fiskmörkuðum landsins. Þrátt fyrir að framboð á fiski hafi minnkað frá árinu á undan jókst velta markaðanna um rúm 20% milli ára, samkvæmt samantekt sem birtist í nýjustu Fiskifréttum. Sem fyrr er langstærsti einstaki fiskmarkaðurinn á Snæfellsnesi, Fiskmarkaður Íslands, með samtals fimm móttöku- og sölustaði. Í gegnum FMÍS á Snæfellsnesi voru seld 24.368 tonn á síðasta ári að verðmæti 7,1 milljarður króna. Verðmæti aflans þar jókst um 7,5% miðað við árið 2009, þrátt fyrir að selt magn hafi dregist saman um rúmlega 20%, eða um 6.200 tonn, þegar salan var 30.591 tonn.

Árið 2010 voru seld 96.600 tonn á fiskmörkuðunum landsins fyrir um 26,2 milljarða króna. Árið 2009 var salan 103.500 tonn fyrir tæpa 21,8 milljarða. Allflestar helstu fisktegundir hækkuðu verulega í verði árið 2010. Meðalverð fyrir allar tegundir á mörkuðunum var 271 króna á kíló og er það um 28% hækkun á meðalverði milli ára. Lætur nærri að verðið hafi tvöfaldast frá árinu 2006 þegar það var 139 krónur á kíló. Meðalverð á slægðum þorski í fyrra var 345 kr/kg, ýsan fór á 272 kr. og ufsi á 188 kr. kg. Stærstu markaðirnir eru sem fyrr Fiskmarkaður Íslands, með um 45% markaðshlutdeild, og Fiskmarkaður Suðurnesja með 23%.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is