07. janúar. 2011 10:01
Alþjóðleg ráðstefna undir yfirskriftinni „Practicing Nature-Based Tourism“ verður haldin í Listasafni Reykjavíkur helgina 5.-6. febrúar nk. Ráðstefnan er tileinkuð fræðslu um náttúrutengda ferðamennsku og umræðu um Ísland sem áfangastað ferðamanna. Hún er hugsuð sem tækifæri fyrir innlenda og erlenda rannsakendur að koma niðurstöðum sínum á framfæri til samfélagsins. Nánari upplýsingar og dagskrá má finna á vef Listasafns Reykjavíkur.