Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. janúar. 2011 03:01

Jafnvægi í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar

Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir nýbyrjað ár var samþykkt samhljóða eftir seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar 4. janúar sl. Í áætluninni er lögð megináhersla á að verja þjónustuna, einkum velferðar- og samfélagsþjónustu sveitarfélagsins. Aðhalds er gætt í fjármálum m.a. með því að engin lán verða tekin á árinu og rekstrarafkoma áætluð jákvæð um 62 milljónir kr. fyrir fjármagnsliði, en 21,6 milljón króna að teknu tilliti til vaxtakostnaðar. Heildartekjur eru áætlaðar tæpir þrír og hálfur milljarður.

 

 

 

 

Við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar voru fluttar og samþykktar margar tillögur um aðgerðir og framkvæmdir af ýmsum toga, svo sem í atvinnu- og umhverfismálum. Efnt verður til átaks í nýsköpunar- og atvinnumálum m.a. með skipan sérstakrar atvinnumálanefndar. Einnig verður ráðist í verkefni til eflingar ferðaþjónustu á Akranesi. Áhersla verður lögð á framkvæmdasamninga við frjáls félagsamtök og verður umtalsverðum fjármunum varið til slíkra verkefna.

Eitt viðamesta verkefni ársins er yfirtaka á málefnum fatlaðra frá ríkinu.  „Eins og fjárhagsáætlunin ber með sér verður ráðist í þetta verkefni af miklum metnaði, m.a. með nauðsynlegri fjölgun starfsfólks og öðrum aðgerðum. Þá verður starfsemi endurhæfingarhússins HVER, nytjamarkaðarins Búkollu og félagsmiðstöðvarinnar Skagastaða efld og sama gildir um Fab Lab verkefnið. Þá verður ráðist í ýmis umhverfistengd verkefni, gróðursetningu og hreinsun í bænum, “ segir í tilkynningu frá Akraneskaupstað vegna fjárhagsáætlunarinnar.

Einnig segir í tilkynningunni að við gerð fjárhagsáætlunar hafi áhersla verið lögð á samráð og samstöðu allra flokka með það að leiðarljósi að verja grunnþjónustu og tryggja óbreyttar gjaldskrár vegna þeirra þjónustu sem bærinn lætur íbúum á Akranesi í té. Í samanteknum ársreikningi með áætluninni kemur fram að langtímaskuldir Akraneskaupstaðar til lánastofnana séu rúmir tveir miljarðar og næsta árs afborganir þeirra skulda 255 milljónir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is