Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. janúar. 2011 01:20

Heimir Þór með tvennu í æfingaleik landsliðsins

Nú á laugardaginn fór fram æfingaleikur hjá landsliði Íslands í futsal, eða innanhússknattspyrnu. Landsliðshópnum var skipt upp í tvö lið, bláa og hvíta, sem öttu kappi og úr varð hörkuleikur. Bláir höfðu betur, skoruðu sjö mörk gegn sex hvítra. Eins og Skessuhorn hefur áður greint frá eru fimm leikmenn Víkings Ólafsvíkur í hópnum. Það eru þeir Brynjar Gauti Guðjónsson, Þorsteinn Már Ragnarsson, Einar Hjörleifsson, Heimir Þór Ásgeirsson og Brynjar Kristmundsson. Heimir Þór skoraði tvö mörk fyrir bláa liðið og þá létu Einar, Brynjar Gauti og Þorsteinn Már einnig mikið til sín koma fyrir þá bláu. Brynjar Kristmundsson, sem var í hvíta liðinu, kom hins vegar ekkert við sögu í leiknum sökum meiðsla.

 

 

 

Bláir byrjuðu leikinn betur og komust í 3-0 eftir átta mínútna leik og í hálfleik var staðan 5-2 bláum í vil. Hvítir komu heldur betur ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og komust yfir 5-6. Það voru hins vegar bláir sem höfðu betur og voru lokatölur leiksins 7-6 fyrir þeim bláu.

Íslenska landsliðið leikur svo í riðlakeppni EM á Ásvöllum dagana 21. - 24. janúar. Fyrsti leikur Íslands er gegn Lettum, föstudaginn 21. janúar. Armenar verða mótherjarnir 22. janúar og Grikkir mánudaginn 24. janúar.

 

Á myndinni eru leikmenn Víkings í landsliðsbúningunum. Efri röð frá vinstri, Heimir Þór Ásgeirsson, Ejub Purisevic þjálfari, Brynjar Gauti Guðjónsson og Þorsteinn Már Ragnarsson. Neðri röð frá vinstri, Brynjar Kristmundsson og Einar Hjörleifsson.

Ljósm. Helgi Kristjánsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is