Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. janúar. 2011 09:33

Valdís Þóra er Íþróttamaður Akraness 2010

Kjöri Íþróttamanns Akraness 2010 var lýst að viðstöddu fjölmenni í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum sl. mánudagskvöld að lokinni þrettándabrennu. Valdís Þóra Jónsdóttir var valin Íþróttamaður Akraness fjórða árið í röð. Í öðru sæti varð Inga Elín Cryer sundkona annað árið í röð og í þriðja sæti Aðalheiður Rósa Harðardóttir karatekona. Þrjár stúlkur stóð einnig efstar á palli í kjörinu á síðasta ári.  Valdís Þóra varð Íslandsmeistari kvenna í holukeppni sem fram fór á Garðavelli í sumar. Hún varð einnig stigameistari kvenna á Eimskipsmótaröð GSÍ og vann til verðlauna á mörgum mótum. Hún stóð sig einnig vel í Bandaríkjunum þar sem hún er við nám, var í sigurliði síns skóla og jafnað skólametið hjá Texas State fyrir lægsta skor einstaklings í keppni. Meðalskor hennar er með því lægsta sem nýliði á skólamótaröðinni hefur leikið og var hún valin í lið ársins.

Valdís Þóra tók þátt í Evrópumóti kvenna fyrir Íslands hönd á La Manga á Spáni. Hún var einnig valin til að taka þátt í Heimsmeistaramótinu í Argentínu fyrir Íslands hönd en varð fyrir því óláni að fótbrotna í haust og tók þess vegna ekki þátt í HM.

 

Inga Elín, sem varð í öðru sætinu, náði frábærum árangri á Íslandsmeistaramótum og alþjóðlegum sundmótum innanlands. Hún varð Íslands- og bikarmeistari í flokki fullorðinna og einnig fjórfaldur aldursflokkameistari og um leið stigahæsta stúlkan. Inga Elín náði lágmörkum á Ólympíuleika ungmenna í Singapore þar sem hún keppti fyrir Íslands hönd. Inga Elín á þrjú Íslandsmet auk 24 Akranesmeta í öllum flokkum.

 

Aðalheiður Rósa Harðardóttir karatekona keppir í báðum greinum karate; kata og kumite, og hefur náð góðum árangri í þeim. Á Íslandsmeistaramóti fullorðinna í kata varð Aðalheiður í öðru sæti í bæði kata og hópkata kvenna. Á Íslandsmeistaramóti fullorðinna í kumite varð hún í þriðja sæti bæði í opnum flokki og -60 kílógramma flokki. Í apríl  varð hún í þriðja sæti í junior flokki á Norðurlandameistaramótinu í karate.  Hún vann einnig til fjögurra verðlauna á Stockholms Open mótinu í nóvembermánuði. Aðalheiður var í lok ársins valin karatekona ársins á Íslandi.

Athöfnin á Jaðarsbökkum sl. mánudag hófst á því að íþróttafólki ÍA sem hampaði Íslands- og bikarmeistaratitlum á árinu fékk viðurkenningu. Það var alls 44 talsins í átta íþróttagreinum.

 

Íþróttamann ÍA í einstökum greinum

Eftirtaldir íþróttamenn voru tilnefndir af sínum félögum til kjörs íþróttamanns Akraness:

badmintonmaður ársins Egill Guðvarður Guðlaugsson, fimleikamaður ársins Ástrós Líf Rúnarsdóttir, hestaíþróttamaður ársins Jakob S. Sigurðsson, hnefaleikamaður ársins Arnór Már Grímsson, íþróttamaður Þjóts Andri Jónsson, íþróttamaður Umf. Skipaskaga Jófríður Ísdís Skaftadóttir, kylfingur ársins Valdís Þóra Jónsdóttir, karatemaður ársins Aðalheiður Rósa Harðardóttir, keilumaður ársins Skúli Freyr Sigurðsson, knattspyrnumaður ársins Páll Gísli Jónsson, knattspyrnukona ársins Heiðrún Sara Guðmundsdóttir, kraftlyftingamaður ársins Árni Freyr Stefánsson, körfuknattleiksmaður ársins Dagur Þórisson, skotmaður ársins Berglind Björgvinsdóttir, sundmaður ársins Inga Elín Cryer og vélhjólaíþróttamaður ársins Ernir Freyr Sigurðsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is