Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. janúar. 2011 12:46

Íbúar Akraness ánægðir með grunnþjónustuna

Í morgun var forstöðumönnum deilda Akraneskaupstaðar kynntar niðurstöður viðhorfskönnunar sem Capacent Gallup gerði meðal íbúa í 16 af stærstu sveitarfélögum landsins í nóvember síðastliðnum. Þjónustuþættir voru kannaðir í 11 spurningum og var svarhlutfall þeirra sem í könnuninni lenti gott, tæplega 75% á Akranesi, 5% yfir landsmeðaltali. Akranes kemur í heild vel út úr könnuninni. Í sjö spurningum var Akranes í efri hlutanum, í tveimur jafnt meðaltalinu og í tveimur undir því. Í þremur grunnþáttum, þjónustu leikskóla, grunnskóla og við eldri borgara var Akranes meðal þeirra þriggja efstu í könnuninni. Skipulagsmál, umhverfi við heimili fólks og menningarmál eru þeir þættir sem Akranes kemur hvað verst út úr.

Vilborg Helga Harðardóttir sérfræðingur hjá Capacent kynnti niðurstöður könnunarinnar og sagði hún Akranes geta vel við unað á flestum sviðum og sérstaklega grunnþættina þrjá. Undir það tók Árni Múli Jónasson bæjarstjóri, sem sagði niðurstöðurnar í heild mjög jákvæðar en á sumum sviðum þyrfti að bæta í. Niðurstöðurnar væru góðar vísbendingar sem full ástæða væri að taka tillit til. Þeir þættir þar sem Akranes var neðan við meðaltalið í voru hvernig bærinn sinnir menningarmálum og gæði umhverfis í nágrenni við heimili.

Capacent Gallup hefur gert þessa könnun síðustu árin og kynnir niðurstöðurnar hjá þeim sveitarfélögum sem fyrir hana greiða. Frá síðustu könnun 2009 voru íbúar á Akranesi jákvæðari nú en í fyrra hvernig bærinn sinnir þjónustu við leikskóla, eldri borgara og skipulagsmál. Skipulagsmálin eru meðal þeirra mála sem minnst ánægja virðist vera með meðal bæjarbúa, en Akurnesingar þó yfir meðaltalinu hvað þau varðar. Í samanburðinum milli ára voru íbúar Akraness heldur óánægðari með umhverfi heimili síns en árið áður, en sá þáttur virðist vera einn mesti óánægjuþátturinn á Skaganum.

 

Eins og áður segir náði könnunin til 16 stærstu sveitarfélaga landsins. Úrtakið náði til 5.723 landsmanna, þar af 289 íbúa Akraness. Úrtakið þykir marktækt. Þeir þjónustuþættir í könnuninni þar sem ánægja fólks kom mest í ljós, eru eftirfarandi, meðfylgjandi  prósentutalan fyrir Akranes: Akranes staður til að búa á 88%, þjónusta leikskóla 82%, þjónusta grunnskóla 82%, aðstaða til íþróttaiðkunar 81%, þjónusta Akraness í heild 74%, þjónusta við eldri borgara 70%, gæði umhverfis við heimili 66%, þjónusta við barnafjölskyldur 62%, menningarmál 45% og skipulagsmál almennt 37%. Í könnunni var ekki spurt um þætti eins og afstöðu fólks til heilbrigðisþjónustu og framhaldsskóla.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is