Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. janúar. 2011 03:01

Arðsemi menntunar ekki nógu há á Vesturlandi

Þeir sem eru með háskólapróf á Vesturlandi eru nú með 34% hærri laun en þeir sem hafa enga menntun. Er þetta lítil hækkun, ef nokkur, frá árinu 2007. Laun menntaðra mættu vera hærri á Vesturlandi því arðsemi menntunar er ekki eins mikil og mælst hefur annarsstaðar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýjum Hagvísi fyrir Vesturland sem Vífill Karlsson hagfræðingur hjá SSV hefur unnið og er væntanlegur á vef SSV í næstu viku í heild sinni. Hagvísirinn byggir á tveimur spurningakönnunum sem lagðar voru fyrir íbúa Vesturlands, sú fyrri árið 2007 og sú síðari árið 2010. “Ég hélt að arðsemi menntunar á Vesturlandi væri hærri en hún er, en að mínu mati er hún alls ekki nógu há. Þetta útskýrir hugsanlega hvers vegna lægra menntunarstig er á landsbyggðinni miðað við höfuðborgarsvæðið. Þó verð ég taka fram að menntunarstigið hefur verið að hækka á Vesturlandi á síðustu árum. Því má þakka nálægðinni við höfuðborgarsvæðið, háskólunum á svæðinu, símenntunarmiðstöðinni og öflugum framhaldsskólum,” sagði Vífill í samtali við Skessuhorn.

Nánar er rýnt í hagvísinn í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is