Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. janúar. 2011 09:01

Fjölskylduhjálp leitar að húsnæði í Grundarfirði

Forsvarsmenn Fjölskylduhjálpar Íslands hafa hug á því að opna starfstöð í Grundarfirði. Nú er leitað að húsnæði undir starfsemina og biðlar Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands til þeirra sem eiga laust húsnæði á svæðinu, helst á jarðhæð. Að sögn Ásgerðar Jónu var Grundarfjörður valinn því hann þótti helst miðsvæðis en starfsstöðin kemur til með að aðstoða fjölskyldur á öllu Snæfellsnesi.  “Talið er að 70-100 fjölskyldur á Snæfellsnesi þurfi á aðstoð að halda og því sjáum við ríka ástæðu til að opna starfsstöð þar. Tilgangurinn er að hjálpa þeim sem minna mega sín en það er ekki nóg að gera það eingöngu fyrir jólin. Við höfum séð að þörfin á slíkri aðstoð er ekki síður í öðrum mánuðum ársins. Okkur vantar einnig sjálfboðaliða til að sjá um úthlutanirnar, sem við höfum hug á að hafa einu sinni í viku, og síðan verður fenginn einn verkefnastjóri á svæðinu,” sagði Ásgerður Jóna í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

Fjölskylduhjálp var stofnuð í Reykjavík árið 2003 og bættu við starfsstöðvum á Akureyri og í Keflavík á síðasta ári.  Þeim sem vita af húsnæði sem gæti nýst undir starfsemina eða vilja bjóða sig fram til sjálfboðastarfs er bent á að hafa samband við Ásgerði Jónu í síma 892-9603 eða á netfangið fjolskylduhjalp@simnet.is.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is