Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. janúar. 2011 09:59

Baráttusigur Snæfellskvenna á Haukum

Kvennalið Snæfells hefur þegar tryggt sæti sitt í IE-deildinni og er nú að berjast fyrir að komast í úrslitakeppninni, í hóp fjögurra efstu liðanna í deildinni. Snæfellskonur náðu með mikilli baráttu að leggja lið Hauka að velli í Stykkishólmi í gærkveldi. Leikurinn var æsispennandi og lauk með ein stigs sigri Snæfells 73:72. Monique Martin setti niður vítaskot þegar 23 sekúndur voru eftir og réðu þau stig úrslitum.  Þessi sigur var full lítill til að duga í úrslitakeppnina, A-riðilinn, þar sem áfram stendur Snæfell verr í innbyrðis viðureignum gegn Haukum sem baráttan stendur við. Ein umferð er eftir áður úrslitakeppnin hefst og þar þurfa Snæfellsstúlkur að vinni sinn leik og treysta á að Haukar tapi. En góð frammistaða Snæfellsstúlkna gerir það að verkum að liðið verður í efsta sæti B-riðils komst það ekki í A-riðilinn.

 

 

 

Eins og sjá má á tölfræði úr leiknum var hann hnífjafn allan tímann, en úrslit í leikhlutunum voru: 16-15, 20-23, 22-20 og 15-14. Stigahæst í liði Snæfells var Monique Martin sem skoraði 31 stig og tók 18 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir skoraði 11, Björg Guðrún 10, Helga Hjördís 9 og Hildur Björg 6. Þær Sara Mjöll og Ellen Alfa gerðu þrjú stig hvor.  Hjá Haukum var Kathleen Patricia Snodgrass með 29 stig og 9 fráköst.

Næsti leikur Snæfellsstúlkna verður í Grindavík laugardaginn 22. janúar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is