Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. janúar. 2011 02:59

Hundrað ára árstíðar Björns H Guðmundssonar minnst

Föstudaginn 14. janúar næstkomandi verða hundrað ár liðin frá fæðingu Björns Hjartar Guðmundssonar sem smíðaði meðal annars Bjössaróló í Borgarnesi. Af þessu tilefni mun Safnahús Borgarfjarðar heiðra minningu hans með lítilli sýningu. Þar verður stillt upp verkfærum úr eigu Björns, en verfærasafn hans barst Byggðasafni Borgarfjarðar nýlega sem gjöf frá Ágústu Einarsdóttur, dótturdóttur hans. Einnig verða sýndar gestabækur frá Bjössaróló, sem varðveittar eru á héraðsskjalasafninu.

Björn var fæddur á Ferjubakka í Borgarhreppi en bjó í Borgarnesi frá tvítugsaldri. Hann var trésmiður og vann lengst af hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Björn var barnelskur og börn hændust að honum. Árið 1979 hóf hann smíði róluvallar fyrir börn á Vesturnesi í Borgarnesi og hélt honum síðan við og endurbætti.

Hann lagði áherslu á að hafa leiktækin í náttúrulegum litum og vildi að börnin gengju vel um og umgengjust náttúruna af virðingu og gætni. Í dag annast umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi Borgarbyggðar eftirlit og viðhald vallarins, sem kenndur er við höfund sinn og kallaður Bjössaróló. Völlurinn er orðinn mörgum landsmönnum kunnur fyrir sérstakt útlit og hönnun og er skilgreindur sem menningarminjar. Árið 2001 var afhjúpað þar upplýsingaskilti þar sem meðal annars má sjá mynd af Birni og Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, þar sem hún prófar rólu á Bjössaróló. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is