Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. janúar. 2011 03:02

Rafmagnið einn dýrasti pósturinn í búsetu á köldum svæðum

Áfram heldur raforkan að hækka til þeirra 36.600 íbúa í landinu sem kynda hús sín með rafmagni, auk þeirra sem jafnframt nota rafmagnið til að kynda atvinnuhúsnæði. Til samanburðar var kyndingarkostnaður vegna íbúðarhúsnæðis í Snæfellsbæ og Grundarfirði um helmingi hærri en sambærilegs húsnæðis á Akranesi og í Borgarbyggð, þrátt fyrir tæplega 30% hækkun orkugjalda frá OR fyrir skömmu. Núna um áramótin þurftu Grundfirðingar og Snæfellingar síðan að taka á sig til viðbótar 8,3% hækkun gjaldskrár Rarik. Forsvarsmenn samtaka raforkukaupenda á köldum svæðum, telja ekki forsendur fyrir þessari hækkun Rarik.

Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ og formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum telur rökin sem færð voru fyrir þessari síðustu hækkun Rarik ekki gild. Erna Bjarnadóttir forstöðumaður félagssviðs Bændasamtaka Íslands segir að könnun sem samtökin létu gera síðustu fimm árin, leiði í ljós að hækkanir á raforkureikningum bænda miðað við sömu notkun hafi verið um 30% umfram neysluvísutölu í landinu þennan tíma.

 

Ítarlega er fjallað um málið í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is