Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2011 10:46

Tölur Fjölskylduhjálpar ekki í samræmi við gögn FSSF

Forsvarsmenn Fjölskylduhjálpar Íslands hafa hug á því að opna starfstöð í Grundarfirði en að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur forstöðumanns eru um 70-100 fjölskyldur á Snæfellsnesi sem þurfi á aðstoð að halda. Sveinn Þór Elínbergsson, forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, segist undrandi á þessum tölum frá Fjölskylduhjálp. “Þessar tölur koma verulega á óvart og eru ekki í samræmi við þau gögn og upplýsingar sem við höfum. Okkar tölur byggja á lögum og reglum varðandi fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og gefa þær allt aðra mynd um þörfina. Hins vegar veit ég ekki með hvaða hætti tölur Fjölskylduhjálpar eru áætlaðar og get ég því ekki lagt mat á hvort þær séu réttar eða rangar. Fólk vitjar réttar síns með ýmsum leiðum og því standa ýmsar bjargir til boða. Samhjálp er víða í verki,” sagði Sveinn Þór í samtali við Skessuhorn.

Hann sagðist jafnframt hafa haft samband við Fjölskylduhjálp, óskað eftir upplýsingum og kynnt starfsemi félags- og skólaþjónustunnar. “Auðvitað viljum við ekki, frekar en aðrir, sjá biðraðir eftir mat og nauðsynjum á Íslandi. Það er enginn bilbugur á okkur og ég tel að almenningur viti af þeirri þjónustu sem við erum að bjóða uppá. Við erum á vaktinni og munum eftir sem áður veita fólki á svæðinu fjárhagsaðstoð og leiðbeiningar,” sagði Sveinn Þór.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is