Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2011 04:01

Engin hitaveita í Grundarfirði á næstunni

Undir lok liðins árs var haldinn fundur með forsvarsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur um hitaveitumál í Grundarfirði. Björn Steinar Pálmason bæjarstjóri segir ljóst að við núverandi aðstæður sé ólíklegt að væntingar Grundfirðinga um hitaveitu verði að veruleika á næstunni. “Við erum með samning við Orkuveituna frá árinu 2005. Sagan er í stuttu máli sú að hér fannst vatn í nágrenni við bæinn en efnasamsetning þess var ekki góð. Sem stendur er tæknin sem þarf til að gera hitaveitu mögulega of dýr og því höfum við ákveðið að skoða aðrar lausnir,” sagði Björn Steinar í samtali við Skessuhorn.

Grundarfjarðarbær er enn með samning um lagningu hitaveitu við Orkuveitu Reykjavíkur og vegna samningsins er ennþá inni í ársreikningi bæjarins 40 milljóna króna skuldbinding sem kæmi til greiðslu ef hitaveitu yrði komið á, sem ekki virðist líklegt á næstunni samkvæmt orðum bæjarstjóra.

Fundurinn sem haldinn var með forsvarsmönnum Orkuveitunnar í lok síðasta árs var viðræðufundur og því hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir í orkumálum Grundarfjarðarbæjar. Sem áður sagði er nú verið að leita annarra lausna og að sögn Björns Steinars koma varmadælur þar helst til greina. “Við erum að skoða varmadælur meðal annars fyrir íþróttahúsið og sundlaugina. Ýmsir kostir fylgja slíkum dælum sem eru til dæmis mun hagkvæmari kostur en olíu- eða rafmagnskynding,” sagði Björn Steinar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is