Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2011 04:20

Nýr félagsmálastjóri í Reykhólahreppi og á Ströndum

Hildur Jakobína Gísladóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu félagsmálastjóra á Ströndum og í Reykhólahreppi. Hildur Jakobína hefur undanfarin ár gegnt starfi forstöðumanns fjölskyldudeildar félagsþjónustunnar í Kópavogi. Áður starfaði hún m.a. sem ráðgjafi hjá barnavernd Reykjavíkur, en Hildur hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. á vegum Kópavogsbæjar. Frá þessu er greint á vef Reykhólahrepps.

Hildur Jakobína mun hefja störf á næstunni en hún er með sálfræðimenntun frá Háskólanum í Utrecht í Hollandi og Háskóla Íslands, auk þess sem hún hefur meistaragráðu í viðskiptastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Þá hefur Hildur lokið diplóma námi í stjórnendamarkþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík. Auk opinberra starfa, sem fyrr er getið, er Hildur stofnandi og ráðgjafi samtakanna „Litlir englar“. Það eru samtök fólks sem misst hefur börn sín í móðurkviði eða rétt eftir fæðingu og þeirra sem binda þurfa endi á meðgöngu vegna alvarlegs litningagalla.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is