Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2011 03:12

Með tengivagn langt yfir leyfilegum hraða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í tvígang á nýbyrjuðu ári mælt hraða í Hvalfjarðargöngum með myndavél í ómerktum lögreglubíl. Framhald verður á umferðareftirliti af þessu tagi og því geta ökumenn búist við því að vera „í mynd hjá löggunni“ hvar sem er og hvenær sem er, segir í tilkynningu á heimasíðu Spalar.

 

 

 

 

Þar segir að þeir sem fari oft um göngin viti hvar fastar hraðamyndavélar lögreglunnar eru og hagi sumir akstri í samræmi við það, með því að aka skikkanlega fram hjá vaktpóstunum en gefa síðan ögn í á milli. Lögreglan fékk þetta ökulag staðfest þriðjudaginn 4. janúar þegar hún mældi í fyrsta sinn umferðarhraða við botn ganganna með tækjum í ómerktum bíl. Atvinnubílstjóri á flutningabíl var þar staðinn að verki á 91 km hraða og hafði meira að segja tengivagn með sér á blússinu. Hámarkshraði í göngunum er 70 km og flutningabílstjórinn var því langt yfir þeim mörkum.

Alls 1,8% ökutækja voru á ólöglegum hraða á meðan lögreglan mældi þarna í byrjun ársins. Hún mætti aftur á ómerktum bíl mánudaginn 10. janúar og þá voru 3% ökumanna staðnir að því að brjóta gegn reglum um hámarkshraða. Flutningabílstjórinn fyrrnefndi fór hraðast allra hinna brotlegu þessa tvo janúardaga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is