Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2011 08:52

Björgun af Heiðarhorni gekk vel

Björgunarsveitarmenn úr Borgarfirði, Borgarnesi, Akranesi og af höfuðborgarsvæðinu sóttu í gær slasaðan mann á Heiðarhorn í Skarðsheiði. Maðurinn hafði fótbrotnað þegar hann var við æfingu ásamt félögum sínum úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Óhappið varð laust eftir klukkan 15. Þoka var á þessum slóðum og ísing og því ekki flugveður fyrir þyrlu. Um áttatíu björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðinni sem gekk mjög vel miðað við aðstæður. Færð setti strik í reikninginn en mikil hálka og ísíng var á köflum á leiðinni upp á fjallið og skyggni lítið á toppi þess. Björgunarmenn þurftu af þeim sökum að ganga á mannbroddum mest alla leiðina. Vel var hlúð að hinum slasaða á fjallinu en meðal hópfélaganna var læknir. Björgunaraðgerð lauk um klukkan 21 við Efra Skarði í Hvalfjarðarsveit, þaðan sem maðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is