Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2011 11:26

Snæfellingar brotlentu í Keflavík

Eftir langa og órofna sigurgöngu í IE-deildinni biðu Snæfellingar loks ósigur í gærkveldi þegar þeir mættu Keflvíkingum syðra. Snæfell varð fyrir því óláni að einn besti maður þeirra í vetur Ryan Amaroso meiddist í upphafi leiks. Það var mjög góður leikur heimamanna í öðrum leikhluta sem lagði grunninn að sigri þeirra. Þrátt fyrir góða baráttu Snæfellinga í þriðja leikhluta dugði það skammt, því Keflvíkingar settu aftur í toppgír á lokakaflanum og hreinlega flengdu gestina, eins og það er orðað inn á heimsíðu Snæfells. Lokatölur urðu 112:89. Grindvíkingar komust upp að hlið Snæfells með sigri á KFÍ fyrir vestan. Toppliðin tvö eru með 22 stig eftir 13 leiki, hafa bæði tapað tveimur leikjum, en Snæfell telst í efsta sætinu vegna innbyrðis sigurs. Í næstu sætum eru svo Keflvíkingar og KR-ingar með 18 stig.

 

 

 

 

Snæfell leiddi eftir fyrsta leikhluta með eins stigs mun 26:25. Keflavíkingar fóru hreinlega í annan gír í öðrum leikhluta og skorðu þá 36 stig gegn 16 stigum Snæfells. Staðan í leikhléi var 62:44. Snæfellingar komu allbeittir til seinni hálfleiks og með Jón Ólaf Jónsson í broddi fylkingar tókst að minnka muninn í 86:75, fyrir síðasta leikhluta, en það dugði ekki til eins og áður segir.

Hjá Snæfelli var Jón Ólafur Jónsson mjög góður með 18 stig og 13 fráköst. Pálmi Freyr Sigurgeirsson átti einnig mjög góðan leik, skoraði 20 stig, tók 7 fráköst og átti 4 stoðsendingar. Sean Burton gerði 15 stig, hirti 7 fráköst og átti 7 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson og Atli Hreinsson skoruðu 7 hvor, Sveinn Davíðsson 5, Egill Egilsson 3 og þeir Kristján og Daníel 2 hvor. Hjá Keflavík var Thomas Sanders stighæstur með 30 stig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is