Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2011 02:01

Ráðuneytið vill fækka dvalarrýmum í Barmahlíð

Reykhólahreppi barst fyrir síðustu helgi tölvupóstur frá fjármálaráðuneytinu þess efnis að vegna efnahagserfiðleika ríkissjóðs hafi stjórnvöld þurft að minnka umsvif og lækka fjárveitingar sem ætlaðar eru til reksturs öldrunarheimila. Fram kemur í tölvupóstinum að á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum fækki öldrunarrýmum úr 14 í 12. Þessi ákvörðun hefur þegar tekið gildi, eftir því sem fram kemur í póstinum.

Vegna þessa máls var haldinn fundur í hreppsnefnd Reykhólahrepps í gærkveldi, þar sem ræða átti viðbrögð sveitarstjórnar við tilmælum ráðuneytisins. Á vef Reykhólahrepps segir að mat forsvarsmanna hreppsins sé að um stórmál væri að ræða á mælikvarða lítils sveitarfélags. Umræddur tölvupóstur var þó ekki sendur beint til Reykhólahrepps heldur til forstöðukonu Barmahlíðar, sem framsendi hann til sveitarstjórar.

Þess má geta að þriggja manna stjórn Dvalarheimilisins Barmahlíðar skipa þrír hreppsnefndarmenn Reykhólahrepps og í varastjórn eru hinir tveir auk eins varamanns í hreppsnefnd.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is