Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. janúar. 2011 08:01

Þrír úr liði Víkings í landsliðshóp í Futsal

Willum Þór Þórsson landsliðsþjálfari í Futsal tilkynnti í gær landsliðshóp Íslands sem tekur þátt í undankeppni EM í sem fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði um næstu helgi. Þrír leikmenn úr liði Víkings í Ólafsvík voru valdir í liðið en það eru þeir Einar Hjörleifsson, Þorsteinn Már Ragnarsson og Heimir Þór Ásgeirsson. Auk þess var Ejub Puricevic þjálfari Víkinga valinn sem einn af tveimur aðstoðarmönnum Willums.   Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland sendir landslið til þátttöku í þessari íþrótt en liðið mætir Lettlandi á föstudaginn 21. janúar, Armeníu á laugardaginn og Grikklandi á mánudag. Í forkeppninni er leikið í sex fjögurra liða riðlum og efsta lið hvers riðils kemst áfram í undankeppnina. Í undankeppninni er svo aftur leikið í sex fjögurra liða riðlum. 

Sigurvegarar þessara riðla, ásamt þeim fimm liðum sem eru með bestan árangur í 2. sæti, komast í úrslitakeppnina, sem fer fram í Króatíu í febrúar á næsta ári. Gestgjafarnir eru svo tólfta liðið í úrslitakeppninni. Sigurvegarinn í riðlinum, sem leikinn er á Íslandi nú um helgina, fer síðan í undankeppnina og lendir þar í riðli með Ítalíu, Slóveníu og Bosníu-Hersegóvínu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is