Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. janúar. 2011 09:01

Öryggi íbúa og lögreglumanna er ógnað með niðurskurði

Stjórn Lögreglufélags Vesturlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum af því að öryggi íbúa og lögreglumanna á Vesturlandi verði ógnað með meiri niðurskurði í löggæslumálum á Vesturlandi, en eins og kunnugt er eru nú uppi hugmyndir um að leggja niður stöðu lögreglumanns sem búsettur er í Búðardal. Nú þegar hefur lögreglumönnum á Akranesi verið fækkað um einn sökum niðurskurðar, lögreglustjórinn á Snæfellsnesi hefur ekki ráðið í tvær lausar stöður og þá hefur héraðslögreglumönnum á Vesturlandi hefur einnig fækkað. Auk þessa liggur fyrir áætlun um að sameina lögregluembættin öll á Vesturlandi og Vestfjörðum í janúar 2012 og sér Lögreglufélag Vesturlands engan ávinning af því.

 

 

 

Í grein sem stjórn félagsins skrifar í Skessuhorn í dag af þessu tilefni segir meðal annars að í kjölfar efnahagshrunsins 2008 hafi öll lögregluembættin á Vesturlandi þurft að skera niður í sínum rekstri með því meðal annars að draga úr yfirvinnu, draga úr akstri lögreglubifreiða og skila lögreglubílum. Á þessu ári sé áfram farið fram á það við lögregluembættin hér á Vesturlandi að þau spari enn frekar þrátt fyrir að glögglega megi sjá að sá sparnaður sem hingað til hefur átt sér stað hafi haft mjög neikvæð áhrif á gæði löggæslu á Vesturlandi. “Lögreglufélag Vesturlands vill benda íbúum, sveitastjórnum og þingmönnum Vesturlands á að fólk á Vesturlandi á rétt á lámarks löggæslu og lengra megi alls ekki ganga í niðurskurði löggæslumála á Vesturlandi. Frekari niðurskurður mun stofna öryggi íbúa og lögreglumanna á Vesturlandi í hættu,” segir í greininni.

 

 

Sjá nánar greinina í Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is