Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2011 07:42

Hanna Þóra er bæjarlistamaður Akraness 2011

Við athöfn í Listamiðstöðinni Kirkjuhvoli síðdegis í dag var Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópransöngkona tilnefnd bæjarlistamaður Akraness árið 2011. Meðal þeirra sem viðstaddir voru athöfnina var bæjarlistamaður síðasta árs, Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður.

Það var Gunnhildur Björnsdóttir fyrir hönd Akranesbæjar sem tilkynnti tilnefninguna og afhenti Hönnu Þóru blóm. Hanna Þóra flutti stutt síðan ávarp. Hún sagði mikinn heiður og hvatningu að vera útnefnd bæjarlistamaður. „Ég mun ótrauð halda áfram og ég á mér bæði litla og stóra drauma. Ég hef alltaf sett mér raunhæf markmið sem ég hef unnið að. Framíðin mun svo leiða mig áfram á þann stað sem mér er ætlaður. Ég trúi því að öll mín vinna tengd söngnum muni ávallt nýtast mér vel í hverju sem ég tek mér fyrir hendur. Fyrir mér eru það forréttindi að syngja þó leiðin upp á við sé stundum erfið. Það er skemmtilegur tími framundan hjá mér eins og alltaf. Ég er full tilhlökkunar,“ sagði nýr bæjarlistamaður Akraness meðal annars í ávarpi sínu.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is