Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. janúar. 2011 07:01

Fengu tæplega ellefu milljóna króna styrk

Rauði krossinn á Akranesi fékk nýverið 70.000 evra styrk, sem jafngildir tæplega ellefu milljónum íslenskra króna, frá PROGRESS áætlun Evrópusambandsins. Styrkurinn er ætlaður til að reka umfangsmikið verkefni á sviði innflytjendamála sem kallast „Brjótum múra,“ en það snýst um að efla samvinnu þeirra aðila í nærsamfélaginu sem fara með málefni innflytjenda svo tryggja megi sem besta nýtingu á fjármagni, þekkingu og mannauði. Enn fremur verður unnið að því að allir innflytjendur njóti hæfileika sinna, menntunar og grundvallar réttinda og að fjölbreytileiki og kostir fjölmenningarsamfélagsins séu nýttir til fulls.

 

 

 

 

Að sögn Önnu Láru Steindal, framkvæmdastjóra Rauða krossins á Akranesi, hefur verið gert ítarlegt aðgerðaplan í samvinnu við Akraneskaupstað og félags- og tryggingamálaráðuneytið í samvinnu við aðila í nærsamfélaginu. Auk þess að halda ráðstefnu um málefni innflytjenda í október verða unnin ýmis verkefni til að ná fram árangri. Verkefnin fela meðal annars í sér að þróa og prufukeyra vel útfært módel til félagslegrar aðlögunar sem grundvallast á mannúð, réttindum og þátttöku innflytjenda í móttöku samfélaginu og að hvetja til, styðja og stýra náinni samvinnu og sameiginlegri ábyrgð á málefnum innflytjenda á milli Rauða krossins, sveitarfélags og hinna ýmsu stofnana þess. Þá eiga verkefnin að auðvelda samvinnu, aðgengi að upplýsingum um verkefni sem hafa reynst vel og miðlun sértækrar þekkingar milli sveitarfélaga á Íslandi og aðildarríkja Evrópubandalagsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is