Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. janúar. 2011 08:01

Hvetja til niðurfellingar virðisaukaskatts af varmadælum

Sveitarstjórn Dalabyggðar hvatti alþingismenn á fundi sínum þriðjudaginn 18. janúar sl. til að breyta lögum um virðisaukaskatt þannig að heimilt sé að endurgreiða virðisaukaskatt vegna kaupa á varmadælum og tengdum búnaði til húshitunar. Sveitarstjórn vekur jafnframt athygli á því að húshitunarkostnaður hefur hækkað verulega á síðustu árum, sérstaklega í dreifbýli, og niðurgreiðslur hafa lækkað. Sífellt fleiri sveitarfélög á svokölluðum köldum svæðum, sem ekki eiga kost á hitaveitu, eru að skoða kosti varmadælna. Sem dæmi er þessi möguleiki einnig til athugunar hjá Snæfellsbæ og Grundarfjarðarbæ. Sveitarstjórn Dalabyggðar segir varmadælur vera hagkvæmar í rekstri en stofnkostnaður sé talsverður og endurgreiðsla virðisaukaskatts geti því stutt við uppbyggingu á þessu sviði.  

Þess má geta að skömmu fyrir jól lögðu 12 þingmenn úr fjórum flokkum, með Einar K Guðfinnsson í broddi fylkingar, fram frumvarp sem heimilar að endurgreiða virðisaukaskatt vegna kaupa á varmadælu og tengdum búnaði til húshitunar. Frumvarpið hefur ekki verið samþykkt sem lög og má því líta á hvatningu sveitarstjórnar Dalabyggðar sem áskorun á Alþingi að samþykkja frumvarpið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is