Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. janúar. 2011 08:01

Hvetja til niðurfellingar virðisaukaskatts af varmadælum

Sveitarstjórn Dalabyggðar hvatti alþingismenn á fundi sínum þriðjudaginn 18. janúar sl. til að breyta lögum um virðisaukaskatt þannig að heimilt sé að endurgreiða virðisaukaskatt vegna kaupa á varmadælum og tengdum búnaði til húshitunar. Sveitarstjórn vekur jafnframt athygli á því að húshitunarkostnaður hefur hækkað verulega á síðustu árum, sérstaklega í dreifbýli, og niðurgreiðslur hafa lækkað. Sífellt fleiri sveitarfélög á svokölluðum köldum svæðum, sem ekki eiga kost á hitaveitu, eru að skoða kosti varmadælna. Sem dæmi er þessi möguleiki einnig til athugunar hjá Snæfellsbæ og Grundarfjarðarbæ. Sveitarstjórn Dalabyggðar segir varmadælur vera hagkvæmar í rekstri en stofnkostnaður sé talsverður og endurgreiðsla virðisaukaskatts geti því stutt við uppbyggingu á þessu sviði.  

Þess má geta að skömmu fyrir jól lögðu 12 þingmenn úr fjórum flokkum, með Einar K Guðfinnsson í broddi fylkingar, fram frumvarp sem heimilar að endurgreiða virðisaukaskatt vegna kaupa á varmadælu og tengdum búnaði til húshitunar. Frumvarpið hefur ekki verið samþykkt sem lög og má því líta á hvatningu sveitarstjórnar Dalabyggðar sem áskorun á Alþingi að samþykkja frumvarpið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is