Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. janúar. 2011 02:20

Fækkað um tvö störf í Búðardal við skipulagsbreytingar MS

Við skipulagsbreytingar á framleiðslusviði hjá Mjólkursamsölunni fækkar um tvö störf í Búðardal. Breytingarnar voru tilkynntar sl. fimmtudag en þær varða afurðastöðvar á Selfossi, Reykjavík, Búðardal, Ísafirði og Egilsstöðum. Þessar breytingar eru einn liður í endurskipulagningu framleiðslu með það að markmiði að nýta betur framleiðsluþætti og  tryggja samnýtingu vinnslustöðva á stjórnunar- og rannsóknarkostnaði, með það að markmiði að ná niður verði á hverjum mjólkurlítra, segir m.a. í tilkynningu vegna breytinganna.  Í samtali blaðamanns við Einar Sigurðsson forstjóra MS kom fram að ákveðið hafi verið að fara út í þessar breytinga eftir að Sævar Hjaltason mjólkurbússtjóri í Búðardal óskaði eftir að láta af störfum hjá félaginu frá og með næstu mánaðamótum.

Í fréttatilkynningu frá MS segir að félagið þakki honum gott og traust samstarf á liðnum árum og farsæl störf í þágu félagsins. Sævar hefur starfað hjá félaginu og forvera þess í 24 ár og þar af í fjögur ár sem mjólkurbússtjóri í Búðardal. Við þessar breytingar tekur Lúðvík Hermannsson, sem stýrt hefur ostapökkun félagsins með aðsetri í Reykjavík, við sameiginlegri daglegri stjórnun  þriggja minnstu vinnslustöðva félagsins sem eru í Búðardal, á Egilsstöðum og Ísafirði. Á hverri vinnslustöð verður síðan framleiðslustjóri sem annast daglega verkstjórn og samskipti við mjólkurframleiðendur.  Framleiðslustjóri í Búðardal verður Elísabet Svansdóttir sem verið hefur gæðastjóri hjá MS í Búðardal síðasta árið. Þessi breyting þýðir að staða mjólkursamlagsstjóra og gæðastjóra eru þau störf sem lögð verða niður í mjólkurstöðinni í Búðardal.

 

Í fréttatilkynningunni segir ennfremur m.a: „Í Búðardal, þar sem lagt hefur verið í miklar fjárfestingar í mygluosta- og fetaostagerð á undanförnum árum, er gert ráð fyrir að einfalda starfsemina og styrkja.  Gert er ráð fyrir að rannsóknaþætti stöðvarinnar verði t.d. alfarið sinnt frá Reykjavík, en þar á milli eru daglegar ferðir.“ Í umræddri tilkynningu segir einnig að jafnframt þessum breytingum verði haldið áfram að einfalda rekstur þessara búa, það er sex starfsstöðva MS á landinu, eins og kostur er í hagræðingarskyni. Í Reykjavík er unnið úr 29 milljónum lítra af mjólk árlega, á Selfossi úr 35 milljónum lítra, á Akureyri úr 35 milljón lítra. Í minni vinnslustöðvunum á Egilsstöðum, Búðardal og Ísafirði er unnið úr 12 milljónum lítra samtals.

 

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur kallað eftir skýringum stjórnar MS og hvetur hana til að skoða möguleika á að styrkja rekstur MS í Búðardal og fjölga þar störfum í stað þess að fækka.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is