Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. janúar. 2011 09:04

Leikskólar halda bóndadaginn hátíðlegan

Á morgun er bóndadagurinn haldinn hátíðlegur hér á landi en eins og flestir vita gengur þorrinn þá í garð. Á leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi verður einnig lopapeysudagur en þá koma allir, bæði börn og starfsfólk, í lopapeysum í skólann. Börnin hafa undirbúið daginn með því að læra lagið “Þorraþræll” og búa til víkingahjálma. Þá mun starfsfólk leikskólans koma með gamalt dót að heiman til að sýna börnunum. Í hádeginu verður síðan þorrablót með grjónagraut og þorramat. Eldra fólki í Borgarbyggð, ömmum og öfum, er sérstaklega boðið velkomið í leikskólann milli kl. 9 og 10.30 en þá verður söngstund og börnin bjóða upp á kaffi og bóndakökur sem þau hafa bakað.

 

Fleiri leikskólar á Vesturlandi munu fagna þorranum sem hefst á morgun og má þar til dæmis nefna leikskólann Kríuból í Snæfellsbæ sem mun halda þorrablót kl. 14.30. Þá mun leikskólinn Garðasel á Akranesi vera með bóndadagskaffi í tilefni dagsins. Öllum pöbbum og öfum Garðaselsbarna er boðið að koma í morgunkaffi í leikskólanum kl. 8 en sama er einnig uppi á teningnum á leikskólanum Akraseli á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is