Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. janúar. 2011 09:45

Haraldur Sigurðsson hlýtur heiðursdoktorsnafnbót

Næstkomandi laugardag veitir jarðvísindadeild á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands Dr. Haraldi Sigurðssyni jarðfræðingi doktorsnafnbót í heiðursskyni. Eins og kunnugt er setti Haraldur á stofn eldfjallasafn í Stykkishólmi vorið 2009 en safnið er einstakt í veröldinni. Það sýnir fyrst of fremst listaverk víða að úr heiminum sem Haraldur hefur safnað og tengjast eldgosum og eldvirkni.  Athöfnin verður í Hátíðasal HÍ, í Aðalbyggingu, og hefst kl. 13. Ávörp flytja Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs. Að lokinni athöfninni mun Haraldur flytja erindið Orsakir sprengigosa og gjóskuflóða. Dagskráin er öllum opin. 

Helstu verkefni Haraldar

Á vef Háskóla Íslands er meðal annars skrifað um Harald: “Haraldur Sigurðsson er fæddur 1939, nam jarðfræði við Háskólann í Belfast og lauk doktorsprófi við Háskólann í Durham 1970. Mestallan sinn starfsaldur starfaði hann erlendis, lengst af sem prófessor við Háskólann í Rhode Island í Bandaríkjunum.  Á farsælum ferli komst Haraldur í fremstu röð eldfjallafræðinga í heiminum.

Í samstarfi við fjölmarga kollega sína hefur hann birt mikilvægar greinar um niðurstöður rannsókna á stórum eldgosum, m.a. um gosið í Santorini (Minoan gosið) um 1600 fyrir Krist, Öskju 1875, Vesúvíusi 79, Tambora 1815, Krakatá 1883, Mount St. Helens 1980, El Chichon 1982, Nevado del Ruiz 1985, um stórgos í Kötlu í lok síðasta jökulskeiðs (myndun Vedde gjóskunnar) og myndun Bishop túffsins í Long Valley öskjunni í Kaliforníu fyrir 760.000 árum.

Hér á landi vann hann einnig að rannsóknum á gosinu í Lakagígum 1783-84, setmyndun jökulhlaupsins 1996 í hafinu undan suðurströndinni, bergfræði gosbeltanna sem og  úthafshryggja.

Rannsóknir Haraldar á ummerkjum um loftsteina á mörkum Krítar og Tertíer vöktu mikla athygli en einnig hefur hann rannsakað tengsl loftslags og eldvirkni, einkum áhrif brennisteins sem berst upp í andrúmsloftið í eldgosum.  

Haraldur var aðalritstjóri bókarinnar Encyclopedia of Volcanoes en hún er grundvallarrit í eldfjallafræði.  Fyrir hana hefur hann hlotið margar viðurkenningar. Þá hefur Haraldur fengið ýmis alþjóðleg verðlaun fyrir vísindastörf og riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu hlaut hann 2005.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is