Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. janúar. 2011 01:16

Heimamenn söfnuðu fyrir blóðkornateljara

Rannsóknastofa St. Franciskusspítalans í Stykkishólmi á sér langa og farsæla sögu og hefur alla tíð búið við góðan tækjakost. Fyrir tveimur árum varð mikil breyting á þjónustu rannsóknastofunnar með tilkomu öflugs tækjabúnaðar sem St. Franciskussystur færðu stofunni að gjöf. Með þeirri viðbót varð rannsóknastofan nánast alveg „sjálfbær“ þ.e. aðeins í undantekningatilfellum þarf að senda sýni suður til mælinga. Þessi tæki sjá um að mæla það sem kallast lífefnafræðilegar rannsóknir og falla kólesterol, sykur og hjartaensím m.a undir þann flokk.  Á síðasta ári varð ljóst að huga þyrfti að endurnýjun á þeim tækjakosti sem notaður er til að mæla blóðmeinafræðilega hlutann, m.a blóðmagn og hvít og rauð blóðkorn. Þar sem ekkert fé var að fá til dýrra tækjakaupa var brugðið á það ráð að kanna hvort hægt væri með samstilltu átaki líknarfélaga og fyrirtækja að sameinast um kaup á slíku tæki.  

Það er skemmst frá því að segja að verkefnið fékk góðar viðtökur og með hjálp Lionsklúbbs Stykkishólms, Lionsklúbbsins Hörpu, Rauða krossins og Kvenfélagsins Hringsins, auk nokkurra fyrirtækja í bænum, var ráðist í kaup á Mindray BC-5800 blóðkornateljara.

 

Formleg afhending tækisins var 17. janúar sl. en tækið hefur verið í notkun á rannsóknarstofunni frá því um mitt sumar og hefur reynst vel. Hafdís Bjarnadóttir, lífeindafræðingur og fagstjóri rannsóknarsviðs HVE, vill fyrir hönd stofnunarinnar færa kærar þakkir öllum þeim félögum, fyrirtækjum og einstaklingum sem lögðu hönd á plóginn. Án þeirra framlags hefði ekki verið hægt að fjármagna þennan tækjabúnað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is