Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. janúar. 2011 08:01

Bændur farið að lengja eftir hærra mjólkurverði

Almennur félagsfundur Mjólkurbús Borgfirðinga, félags kúabænda á sunnanverðu Snæfellsnesi og Borgarfirði, sem haldinn var á Hótel Hamri sl. föstudag, lýsir yfir megnri óánægju með að enn skuli ekki hafa verið ákveðið nýtt mjólkurverð. Undrast fundarmenn þá þolinmæði sem Landssamband kúabænda og Bændasamtök Íslands virðast sýna viðsemjendum sínum í verðlagsnefnd. Í greinargerð með ályktuninni segir að mjólkurverð hafi síðast verið leiðrétt haustið 2008. Á þeim tíma sem liðinn er hafi afleiðingar gengisfalls krónunnar í kjölfar bankahrunsins komið fram af fullum þunga í verði aðfanga.

Síðustu mánuði hafa auk þess dunið á verulegar hækkanir á heimsmarkaðsverði, m.a. á korni og olíu. Þessum hækkunum geti bændur aðeins mætt með því að skerða laun sín og má ætla að launaskerðing þeirra sé nú að jafnaði orðin a.m.k. 25%, á sumum búum meiri. Þar við bætist að í og eftir bankahrunið snarhækkuðu skuldir bænda. „Nú er svo komið að ekki verður lengur höggvið í sama knérunn án alvarlegra afleiðinga fyrir stéttina. Því brýnir fundurinn fyrir fulltrúum LK og BÍ að koma fram af fullri einurð við nýja verðákvörðun í verðlagsnefnd,“ segir ennfremur í ályktuninni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is